Hvergi hærri öryggisstaðall
Samherji kaupir tækin í samvinnu við aðrar útgerðir í landinu, að frumkvæði LÍÚ. Með þessum kaupum hefur Samherji, ásamt öðrum útgerðum landsins, sett sér staðal um öryggi sem gengur lengra en þekkist annars staðar í heiminum, því þess er einungis krafist að tæki af þessum toga séu staðsett í vélarúmum, kælivélarými o.þ.h.
Tækin, sem eru að gerðinni OCENCO M-20.2 frá Viking, urðu fyrir valinu hjá vinnuhóp sem stofnaður var á síðasta ári á vegum LÍÚ. Umrætt tæki er sérstaklega hannað til notkunar í skipum, og uppfyllir allar kröfur Alþjóða siglingastofnunarinnar til neyðaröndunartækja. Það er sérlega fyrirferðarlítið og létt, vegur einungis 1,4 kg. Tækið endurvinnur súrefni frá öndun og í neyðartilvikum á súrefni að endist í 15-32 mínútur, eftir því hvað notandinn reynir mikið á sig.
Skipstjórnarmönnum er ætlað að koma á skipulagi við þjálfun og æfingar ásamt því að uppfæra þjálfunarhandbók með viðeigandi upplýsingum. Áætlaður endingartími tækisins er 15 ár. Með tækjunum fylgir kynningarefni um meðferð þeirra.