Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn Gæða og þróunarstjóri Samherja. Þorvaldur er 28 ára sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lýkur hann M.sc prófi frá Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist sem fiskiðnaðarmaður frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði 1997 og hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins síðan 2003...
Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn Gæða og þróunarstjóri Samherja. Þorvaldur er 28 ára sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lýkur hann M.sc prófi frá Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist sem fiskiðnaðarmaður frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði 1997 og hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins síðan 2003. Hann er ekki ókunnur hjá Samherja því hann vann að gæðamálum í Strýtu með námi á árunum 2001-2003. Þorvaldur er í sambúð með Ólöfu Ásu Benediktsdóttur og eiga þau eina dóttur.
Þorvaldur tekur við af Birni Steingrímssyni sem hefur ákveðið að söðla um og flytja suður. Birni óskum við velfarnaðar og þökkum vel unnin störf á undanförnum árum