Föstudaginn 26. mars kvað siðanefnd Ríkisútvarpsins upp úrskurð þess efnis að fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins hefði gerst sekur um alvarlegt brot gegn siðareglum með skrifum sínum um Samherja á samfélagsmiðlum. Í ljósi niðurstöðu siðanefndarinnar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að fréttamaðurinn hafi verið vanhæfur til að fjalla um Samherja vegna persónulegrar afstöðu gegn fyrirtækinu og stjórnendum þess. Engu að síður ætlar Ríkisútvarpið ekki að bregðast við úrskurðinum og hann mun ekki hafa neinar afleiðingar fyrir fréttamanninn.
Samherji lét vinna stutt myndband til að halda staðreyndum þessa máls til haga. Þar er jafnframt vakin athygli á því að Samherji er alþjóðlegt fyrirtæki í sjávarútvegi og hefur verið í rekstri frá 1983. Í þessi 38 ár hefur Samherji átt í góðum samskiptum við fjölmiðla úti um allan heim. Undantekningin frá þessu er Ríkisútvarpið og umfjöllun þess undanfarinn áratug.