Samherji hefur keypt skoska uppsjávarskipið Christina S og kom skipið til Reykjavíkur í gær. Skipið hefur verið skráð hér á landi og mun það bera nafnið Margrét EA 710. Þrjú skip hafa áður borið þetta nafn – Margrét - í sögu Samherja.
Skipið var smíðað í Noregi árið 2008 og er 72 metra langt og 15 metra beitt.
Margrét EA 710 er vel búið skip á allan hátt og aðalvélin hefur aðeins verið keyrð í 16.400 klukkustundir. Þrettán kælitankar eru í skipinu og rúma þeir samtals liðlega tvö þúsund tonn af fiski.
Fyrirhugað er að Margrét EA 710 haldi fljótlega á loðnumiðin.
Skipstjóri á Margréti EA 710 er Hjörtur Valsson.