Togarinn, sem er 55 metrar að lengd og 12,2 metrar að breidd, er búinn 4.000 hestafla aðalvél og getur dregið tvö troll í einu. Hann hefur aðstöðu til heilfrystingar um borð og er ætlaður til botnfiskveiða en getur einnig stundað flotvörpuveiðar.
Skipið, sem er fimm ára gamall skuttogari smíðaður á Spáni, var keypt frá Vesterålen í Noregi af fyrirtækinu Andenes havfiskselskap. Kaupverð var rúmar 700 milljónir króna. Togarinn verður gerður út frá Akureyri.
„Kaupin á togaranum eru liður í endurnýjun á atvinnutækjum okkar og munu bæta aðstöðu fyrir áhöfnina,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Skipið er ætlað til heilfrystingar á fiski og einnig til ferskfiskveiða og við munum nýta það í hvort tveggja,“ segir Þorsteinn og mun skipið veiða þær tegundir sem Samherji hefur heimild til að nýta. | Þorsteinn Már færði eiginkonum skipstjóranna Lindu Magnúsdóttur og Stefaníu E. Hallbjörnsdóttur blóm |
Komu togarans var fagnað á Akureyri um helgina og afhenti bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, skipstjórum skipsins blóm við komuna. | Skipstjórarnir Guðmundur Freyr Guðmundsson og Hjörtur Valsson með eiginkonum sínum og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, bæjarstjóra Akureyrar, |