Framherji SP/f
Nýtt skip Framherja og E.M.Shipping Högaberg FD-1210 (áður Storeknut), kom til Færeyja nú um helgina. Framherji er hlutdeildarfélag Samherja í Færeyjum og E.M. Shipping, sem gerir Högabergið út, er dótturfélag Framherja. Skipið var afhent í síðustu viku en fór í slipp í Noregi áður en því var siglt heim til Færeyja.
Högaberg, sem er nefnt eftir bjargi við Fuglafjörð, var smíðað í Noregi árið 1979 og ber um 2.250 tonn af uppsjávarfiski. Skipið er 65,67 metra langt, 13,62 metra breitt og 8,05 metrar að dýpt. Aðalvél Högabergs er 6.000 hestöfl, 4.900 hestöfl út á skrúfu. Áhöfnin af Jóni Sigurðssyni TN1110, sem Framherji gerði áður út og hefur nú verið seldur, fer öll yfir á Högabergið.
Myndirnar tók Hoegni Hansen í Færeyjum