Samherji fiskeldi býður til opins kynningarfundar í tilefni af skilum á umhverfismatsskýrslu Eldisgarðs í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Fundurinn verður haldinn á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 23. febrúar, frá klukkan 17:00 til 19:00.
Íbúum og öllu áhugafólki um atvinnuuppbyggingu á svæðinu er boðið að mæta svo að sjónarmið sem flestra komi fram.
Samherji fiskeldi ehf. áformar að byggja eldisstöð í Auðlindagarði HS Orku. Stöðin samanstendur af seiðastöð, áframeldisstöð og vinnsluhúsi, ásamt stoð- og tæknibyggingum. Umhverfismatsskýrsla um fyrirhugaða uppbyggingu og starfsemi hefur verið birt á vef Skipulagsstofnunar.
Í skýrslunni er fjallað um framkvæmdina, helstu áhrifaþætti og umhverfisáhrif hennar. Valkostamat fór einnig fram á staðsetningu eldisstöðvar og meginaðkomu.
Opni kynningarfundurinn verður eins og fyrr segir haldinn á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ og eru allir velkomnir.