Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda opna fundi um íslenskan sjávarútveg í mars. Tilgangur fundanna er að varpa ljósi á áhrif sjávarútvegs á daglegt líf fjölmargra annarra en þeirra sem starfa beint í eða við sjávarútveg; samfélagið, einstaklinga og fyrirtæki.
Þriðjudagurinn 29. mars:
Dalvík, Menningarhúsið Berg, klukkan 08:30 – 09:30. Léttur morgunverður.
Ræðumenn:
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum
Sigríður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Primex.
Akureyri, Hótel KEA klukkan 16:00 – 17:00. Kaffiveitingar.
Ræðumenn:
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum
Hreiðar Þór Valtýsson dósent við Háskólann á Akureyri.