Óþokkar ná góðum árangri

Hið bráðefnilega lið UMF Óþokka
Hið bráðefnilega lið UMF Óþokka

Hið bráðefnilega lið UMF Óþokka Hið léttleikandi og skemmtilega fótboltalið Samherja, UMF Óþokki var einungis hársbreidd frá því að komast í undanúrslit pollamóts Þórs sem fram fór s.l. helgi á Akureyri. Má leiða að því líkum að liðið hefði komið sterkt inn í undanúrslitum og tvímælalaust skipað sér í verðlaunasæti. Liðið hefur enda á að skipa völdum leikmönnum í hverju rúmi og einvaldar liðsins ófeimnir að kaupa snjalla og reynslumikla menn.

 

UMF Óþokki spilaði í riðlakeppninni gegn ákaflega sterkum mótherjum og var það það samdóma álit leikmanna riðilsins að sjaldan hefði nokkurt ungmennafélag staðið jafn samviskusamlega undir nafni eins og Óþokki. Yfirþyrmandi fallegir búningar sem og ákveðin og vafningalaus framkoma leikmanna olli skjálfta í röðum andstæðinga og lamaði baráttuþrek þeirra og anda. Aðeins í fyrsta leik kl. 08:00 á föstudagsmorgninum gegn Gróttu skorti örlítið á einbeitingu og óþokkaskap sem varð þess valdandi að eina markið sem liðið fékk á sig í keppninni var staðreynd. Að öðru leiti máttu lið riðilsins þola tap gegn baráttuglöðu ungmennafélaginu nema atvinnumolar KR-inga sem rétt mörðu jafntefli. Leikir riðilsins fóru sem hér segir:
UMF Óþokki - Grótta
UMF Óþokki - Strumpar
UMF Óþokki - Hrafnkell Freysgoði
UMF Óþokki - KR
UMF Óþokki - Njarðvík
0-1
2-0
1-0
0-0
1-0
othokki

Eftir hnífjafna leiki og óbærilega spennu varð niðurstaðan sú að Grótta vermdi efsta sætið en lið KR-inga og UMF Óþokka voru jöfn í öðru sæti. Máttu Óþokkar sætta sig við að komast ekki áfram vegna lakara markahlutfalls en KR-ingar og var það nokkurt áfall fyrir liðið. Menn tóku sér þó tak, hörkuðu af sér og þökkuðu fyrir sig og þá sérstaklega fulltrúum íþróttafélagsins Þokka sem mættu samviskusamlega og hvöttu sína menn.  Þess má geta að Þokki er íþróttafélag þokkafullra Samherjakvenna.

UMF Óþokki vill þakka styrktaraðilum sínum veittan stuðning:

ctgCTG í Noregi

nes++jap+NES hf

sapSAP (Nýherji hf.)

kpmg++KPMG

still++Stíll ehf

samlog6Samherji hf.