PICKENPACK - HUSSMANN & HAHN

Pickenpack - Hussmann & Hahn eru ásamt Samherja með bás á sýningunni í Brussel, eins og áður hefur komið fram. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að einn helsti tilgangurinn með þátttöku í sýningunni sé að gera fyrirtækið enn sýnilegra gagnvart viðskiptavinum sínum, sem og öðrum.
501s.jpg (28627 bytes)
Á myndinni er Finnbogi ásamt nafna
sínum Jónssyni, stjórnarformanni
Samherja og Baldri Guðnasyni,
forstjóra Eimskipa
502s.JPG (52569 bytes)
Sýningarbás Pickenpack - H&H
og Samherja

Pickenpack - Hussmann & Hahn eru ásamt Samherja með bás á sýningunni í Brussel, eins og áður hefur komið fram. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að einn helsti tilgangurinn með þátttöku í sýningunni sé að gera fyrirtækið enn sýnilegra gagnvart viðskiptavinum sínum, sem og öðrum. "Á sýningunni gefst kostur á að kynna nýjar afurðir fyrirtækisins og ganga frá sölu- og innkaupasamningum. Til að mynda höfum við nú þegar gengið frá innkaupasamningum á hráefni fyrir síðari hluta ársins" segir Finnbogi.