· Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins námu 12.484 milljónum króna og rekstrargjöld voru 9.183 milljónir. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam 3.300 milljónum króna, afskriftir námu 834 milljónum og fjármagnsliðir voru neikvæðir um 2.725 milljónir króna. Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 122 milljónir króna, tap fyrir skatta nam 380 milljónum króna og tap eftir skatta og hlutdeild minnihluta nam 485 milljónum króna.
Veltufé frá rekstri fyrstu sex mánuði ársins nam 1.325 milljónum króna. Handbært fé frá rekstri nam 48 milljónum króna en gera má ráð fyrir að gengisáhrif vegna skammtímafjármögnunar birgða og krafna nemi allt að 1.150 milljónum og sé handbært fé frá rekstri því lægra sem því nemur.
· Heildareignir samstæðunnar í lok júní voru bókfærðar á 40,9 milljarða króna. Þar af voru fastafjármunir 29,3 milljarðar og veltufjármunir 11,6 milljarðar. Skuldir samstæðunnar námu tæplega 33,0 milljörðum króna og eigið fé var 7,3 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 17,8% og veltufjárhlutfall 1,24 á sama tíma.
· Í byrjun júlí keypti félagið nýtt skip, Margréti EA-710 og nam kaupverð skipsins um 915 milljónum króna.
· Rekstur móðurfélagsins á fyrri árshelmingi var þolanlegur. Áfram var unnið að endurskipulagningu fiskeldis. Þá gekk rekstur erlendra dótturfélaga vel.
Horfur fyrir síðari hluta ársins eru viðunandi haldist ytri aðstæður óbreyttar.
Uppgjör Samherja 30.júní 2005
Lykiltölur 30.júní 2005
Fréttatilkynning frá Samherja þriðjudaginn 29. ágúst 2006. Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri í síma 460 9000