Rekstrarhagnaður Samherja 379 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins

Rekstrarhagnaður Samherja hf. fyrstu 6 mánuði yfirstandandi árs nam 379 milljónum króna. Þetta er talsvert betri afkoma en á sama tímabili í fyrra en þá nam hagnaður 200 milljónum króna. Hagnaður móðurfélagsins fyrir skatta nam nú 607 milljónum króna samanborið við 336 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 4.698 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins, samanborið við 4.552 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld námu 3.954 milljónum króna, samanborið við 3.813 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 744 milljónum króna og afskriftir námu 444 milljónum króna. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 113 milljónir króna en meðal fjármagnsliða er færður söluhagnaður af hlutbréfum í Skagstrendingi hf. samtals að upphæð 201 milljón króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 413 milljónum króna, reiknaður tekju- og eignarskattur var 209 milljónir króna og aðrar tekjur 175 milljónir króna. Hagnaður tímabilsins var því 379 milljónir króna, sem fyrr segir. Veltufé frá rekstri var 563 milljónir króna samanborið við 580 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Rekstur móðurfélags

Afkoma móðurfélagsins var góð á tímabilinu. Rekstrartekjur móðurfélagsins voru 3.544 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins, rekstrargjöld námu 2.807 milljónum króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 737 milljónum króna. Afskriftir námu 278 milljónum króna og fjármagnsliðir námu 148 milljónum króna fyrstu 6 mánuði ársins. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 607 milljónum króna, reiknaður tekju- og eignarskattur var 209 milljónir króna. Veltufé frá rekstri móðurfélags var 592 milljónir króna samanborið við 583 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Rekstur dótturfélaga

Töluverður bati varð á rekstri DFFU í Þýskalandi fyrir afskriftir og fjármagnsliði en vegna neikvæðrar þróunar á fjármagnsliðum versnaði afkoma félagsins af reglulegri starfsemi frá sama tímabili í fyrra. Félagið var gert upp með hagnaði á tímabilinu sem rekja má til sölu á Wiesbaden, einu af frystiskipum félagsins. Unnið hefur verið markvisst að því að hagræða í rekstri DFFU og var sala á Wiesbaden liður í því. Skipið var selt til félags í Rússlandi sem er að hálfu í eigu Samherja GmbH. Þá hefur verið tekið ákvörðun um að nýta uppsjávarheimildir DFFU á næsta ári en þær hafa ekki verið nýttar af félaginu undanfarin tvö ár. Í því skyni hefur stjórn Samherja ákveðið að selja Þorstein EA til DFFU. Skipið mun stunda veiðar úr uppsjávarkvóta félagsins og verður skipið lengt í haust til að auka afkastagetu og vinnslumöguleika þess. Eins og kunnugt er varð Hannover fyrir tjóni í maí sem hafði nokkur áhrif á rekstur DFFU á fyrri hluta ársins. Skipið hefur nú hafið rækjuveiðar í grænlenskri lögsögu og ganga þær veiðar vel.

Dótturfyrirtæki Samherja í Skotlandi,Onward Fishing, var rekið með lítisháttar tapi á tímabilinu en á sama tímabili í fyrra var hagnaður af rekstri þess.

Efnahagur

Eignir samstæðunnar þann 30. júní sl. námu 14.534 milljónum króna. Eigið fé nam 5.081 milljón króna og hefur aukist um 423 milljónir frá ársbyrjun. Langtímaskuldir og skuldbindingar voru 5.999 milljónir króna og skammtímaskuldir 3.454 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var 35% og veltufjárhlutfall 1,20.

Sáttur miðað við ytri aðstæður

Ég er sáttur við rekstur Samherja miðað við ytri aðstæður. Afkoma móðurfélagsins var góð og veltufé frá rekstri jókst lítillega. Frystiskipaútgerðar gekk vel og verð á frystum sjávarafurðum var hátt á fyrri hluta ársins. Hins vegar hefur verð á mjöli og lýsi verið lágt og afkoma í uppsjávarveiðum og vinnslu því ekki verið sem skildi. Hvað varðar rækjuvinnslu þá var á tímabilinu ráðist í umfangsmiklar breytingar á verksmiðju félagsins á Akureyri og eru þær þegar farnar að skila bættri nýtingu og afköstum." segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri.

Hvað varðar starfsemina í Þýskalandi þá hefur mikið verið gert á fyrri hluta ársins til að bæta reksturinn og býst ég við að rekstur þar verði verulega betri en á síðasta ári." segir Þorsteinn Már.

Meðfylgjandi eru lykiltölur úr rekstri Samherja hf., móðurfélags og samstæðu, fyrstu sex mánuði ársins 2000. Til samanburðar eru lykiltölur fyrir sama tímabil árið 1999.

Lykiltölur úr árshlutareikningi Samherja hf. 01.01.2000 - 30.06.2000 í millj. króna:

Lykiltölur Samstæða Móðurfélag
*    
Rekstur 1/1-30/6 00 1/1-30/6 99 1/1-30/6 00 1/1-30/6 99
*        
Rekstrartekjur 4.698 4.552 3.544 3.504
Rekstrargjöld 3.954 3.813 2.807 2.770

lina_lyk.gif (80 bytes)

Hagnaður fyrir afskriftir 744 739 737 734
Afskriftir -444 -454 -278 -289
Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga -13 11 16 -47
Fjármagnsliðir 126 40 132 -62

lina_lyk.gif (80 bytes)

Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta 413 336 607 336

*

Tekju- og eignarskattur -209 -136 -209 -136
Aðrar tekjur og gjöld 175 0 -19 0

lina_lyk.gif (80 bytes)

Hagnaður ársins 379 200 379 200

lina_lyk.gif (80 bytes)

Veltufé frá rekstri 563 580 593 583
*        
Efnahagur 30.06.00 31.12.99 30.06.00 31.12.99
*        
Fastafjármunir 10.394 10.358 8.568 8.399
Veltufjármunir 4.140 3.557 3.616 3.004

lina_lyk.gif (80 bytes)

Eignir samtals 14.534 13.915 12.184 11.403

lina_lyk.gif (80 bytes)

Eigið fé 5.081 4.658 5.081 4.658
*        
Skuldbindingar og styrkir 1.082 964 916 789
Langtímaskuldir 4.917 5.022 3.396 3.438
Skammtímaskuldir 3.454 3.271 2.791 2.518
lina_lyk.gif (80 bytes)
Skuldir alls 9.453 9.257 7.103 6.745

*

Skuldir og eigið fé 14.534 13.915 12.184 11.403

lina_lyk.gif (80 bytes)

Eiginfjárhlutfall 35% 33% 42% 41%
Veltufjárhlutfall 1,20 1,09 1,30 1,19
*        
Veltufé frá rekstri/rekstrartekjum 12% 13% 17% 17%
Fréttatilkynning frá Samherja hf. fimmtudaginn 24. ágúst 2000. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Már Baldvinsson í síma 460 9000.