Sjávarútvegssýningin i Brussel opnaði í gærmorgun. Samherji tekur þátt í sýningunni með myndarlegum hætti enda er hún afar góður vettvangur til þess að hitta viðskiptavini og samstarfsmenn. Þátttaka Samherja hefur aukist ár frá ári og áhersla hefur meðal annars verið lögð á að gefa gestum að smakka á afurðum fyrirtækisins, sem hefur mælst sérstaklega vel fyrir. Á vaktinni með starfsmönnum Samherja eru meistarakokkarnir á Rub 23 Einar Geirsson og Kristján Þórir Krisjtánsson og sjá þeir til þess að metta fjöldann af sinni alkunnu snilld.
Hlynur Veigarsson sölustjóri Ice Fresh Seafood hafði þetta að segja þegar við gripum hann milli funda: "Við erum sammála um að sýningin hafi farið vel af stað, mikill fjöldi var mættur strax kl.10 í morgun og á standinum okkar hefur verið stanslaus umferð. Dagskráin er hefðbundin á svona sýningum, menn hittast og treysta viðskiptaböndin, mest núverandi viðskiptamenn en alltaf einhverjir nýir. Okkar sérstaða á standinum er að gefa gestum tækifæri til að smakka á ferskum íslenskum sjávarafurðum og hefur það gefist mjög vel í viðskiptaviðræðunum" sagði Hlynur.
Sýningin stendur til kl. 16.00 á fimmtudag 25.apríl.
Hlynur Veigarsson á standi Samherja í Brussel
Einar Geirsson og Kristján Kristjánsson á Rub 23