Samherji úthlutar 90 milljónum króna til samfélagsverkefna

Samherji hf. boðaði til móttöku í gær í KA-heimilinu á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna upp á 90 milljónir króna. Flestir styrkirnir eru gagngert veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu en einnig hlutu Öldrunarheimilin á Akureyri og Íþróttasamband fatlaðra/Special Olympics veglega styrki. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2008 sem Samherji afhendir slíka styrki.

Hér fyrir neðan eru tenglar á erindi forsvarsmanna Samherja:

Ávarp Kristjáns Vilhelmssonar

Ávarp Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur

Ávarp Þorsteins Más Baldvinssonar

 

  Styrkveiting_Samherja_2013

 

 Styrkveiting_Samherja_2013

Samherji_styrkveiting_2013