Samherji á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Þriðjudaginn 4. maí var opnuð sýningin “European Seafood Exposition 2004” í Brussel í Belgíu en þar er um að ræða eina stærstu sjávarútvegssýningu sem um getur í heiminum.

Sjávarútvegssýningin er haldin í Brussel ár hvert og verður hún sífellt stærri með hverju árinu. Á sýningunni eru fyrirtæki helst að kynna afurðir sínar, sýna sig og sjá aðra. Einn stærsti þáttur sýningarinnar er að þarna hittast kaupendur og seljendur fiskafurða hvaðanæva að úr heiminum, treysta viðskiptaböndin og koma á nýjum.

Það var handagangur í öskjunni hjá söludeild Samherja á þessari sýningu, en Samherji fjölmennti með vaska framvarðasveit söludeildarinnar sem sló ekki slöku við. Samherji hafði fundaaðstöðu á bás H&H / Pickenpack, sem var sérlega glæsilegur.

Fundað var frá morgni til kvölds og oft gekk erfiðlega að pússla öllum fundunum á þessar fáu klukkustundir sem eru í sólarhringnum í Belgíu. Eins og sjá má var oft annsi fjölmennt á básnum. Greinilegur áhugi var á meðal gesta sýningarinnar á starfsemi Samherja hf. og tengdra félaga (H&H PickenPack).

Smelltu hér til að skoða myndir frá sýningunni.