Samherji hf. hefur auglýst eftir að ráða gæðastjóra til starfa á Akureyri. Viðkomandi ber ábyrgð á gæðamálum fyrirtækisins, með áherslu á rækjuverksmiðju félagsins. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, enda nær starfsemi Samherja sem kunnugt er yfir öll svið sjávarútvegs, allt frá veiðum að borði neytandans.
Í auglýsingu um starfið kemur fram að æskilegt sé að viðkomandi hafi lokið námi í matvæla- eða sjávarútvegsfræðum. Reynsla af gæðamálum og/eða framleiðslu í greininni er kostur. Leitað er að einstaklingi sem hefur mikinn metnað, frumkvæði og hefur tileinkað sér vönduð vinnubrögð. Umsóknir skulu sendar til Samherja hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri, merktar “Gæðastjóri” fyrir 17. desember nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 460 9060.