Samherji hf. hefur eignast 50 % hlut í Snæfugli ehf. sem á öll hlutabréf í Skipakletti hf. á Reyðarfirði.
Stjórnir Skipakletts hf. og Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupsstað hafa undirritað áætlun um samruna félaganna og hefur verið send út fréttatilkynning vegna þessa. Samruninn miðast við 1. mars næstkomandi og mun hlutdeild hluthafa Skipakletts hf. verða 20% í hinu sameinaða félagi. Fréttatilkynning frá Samherja hf. mánudaginn 5. febrúar 2001. Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Már Baldvinsson í síma 460-9000