|
"Vegna mikillar aukningar á frystingu uppsjávarfisks gefur þessi fjárfesting okkur tækifæri til að bregðast betur við þeirri þróun, ekki síst með tilliti til flutnings afurðanna á fjarlæga markaði, " segir Unnar Jónsson umsjónarmaður flutninga hjá Samherja.
Þess má geta að frystigeymsla af þessu tagi þarfnast minni orku til að viðhalda frosti en hefðbundnar geymslur, og er rekstur Bergfrosts því hagkvæmur. Fyrsti farmurinn hefur þegar verið sendur til geymslu í Bergfrosti, en flutningaskipið Green Snow tók 1.650 tonn af frystri síld í Neskaupstað í vikunni sem var skipað upp í Fuglafirði í gær.
Meiri upplýsingar um Bergfrost fást á heimasíðunni www.bergfrost.com .