Samherji hefur vinnslu á ferskum afurðum í Cuxhaven

Fyrsti dagur í vinnslunni hjá Icefresh GmbH
Fyrsti dagur í vinnslunni hjá Icefresh GmbH
Nýstofnað fyrirtæki, sem fengið hefur nafnið Icefresh GmbH hóf vinnslu á ferskum karfaflökum í Cuxhaven í dag. Fyrsti aflinn í vinnslunni var karfi úr Barða NK sem Síldarvinnslan hf gerir út og fyrsti viðskiptavinurinn var að sjálfsögðu Bohlsen, sem er uppáhalds veitingastaður Samherjamanna í Cuxhaven.

Stofnun ferskfiskvinnslunnar er liður í útrásarstefnu Samherja og verður áherslan fyrst um sinn á karfa, sem er mjög vinsæll í Þýskalandi en stefnt er að því að framleiða og selja fleiri ferskar tegundir í framtíðinni, t.d. ufsa og steinbít. Ferskur ísaður fiskur af íslenskum skipum er fluttur sjóleiðina til Cuxhaven þar sem hann er flakaður og flökunum raðað á ís í frauðplastkassa. Þannig fer hann til viðskiptavinanna sem eru fyrst og fremst veitingastaðir í Þýskalandi og öðrum nálægum Evrópulöndum.

cuxh_isl_h
Finnbogi Reynisson frá Marel, Sigmundur Andrésson, Ólafur Sigurðsson og Þorbjörg Ingvadóttir


Framkvæmdastjóri og sölumaður Icefresh GmbH er Sigmundur Andrésson og aðrir íslendingar sem starfa hjá félaginu eru Ólafur Sigurðsson verkstjóri og Þorbjörg Ingvadóttir sem annast upplýsingakerfið.