Fréttatilkynning frá Samherja:
Stjórn Samherja hf. samþykkti á fundi sínum í dag að kaupa 65% hlutafjár í þýska útgerðarfélaginu CR Cuxhaven Reederei GmbH, en fyrir átti félagið 35% eignarhlut í félaginu. Kaupverð nemur 17,3 milljónum evra. Jafnframt samþykkti stjórnin kaup dótturfyrirtækisins Onward Fishing Company Ltd. á 50% hlut í Boyd Line Ltd í Hull. Kaupverð 50% hlutar í Boyd Line nemur um 6,5 milljónum punda. Veiðiheimildir þeirra fjögurra fyrirtækja í Evrópusambandinu sem Samherji á nú aðild að nema um 20 þúsund þorskígildistonnum og er helmingur þessara veiðiheimilda eða um 10 þúsund tonn þorskur. Til samanburðar má geta að veiðiheimildir Samherja á Íslandsmiðum nema um 25 þúsund þorskígildistonnum.
CR Cuxhaven Reederei GmbHBoyd Line Ltd
Gengið hefur verið frá kaupum UK Fisheries Ltd. á öllum hlutabréfum í Boyd Line Ltd í Hull. Félag þetta er að hálfu í eigu dótturfélags Samherja í Skotlandi, Onward Fishing Company, og að hálfu í eigu dótturfélags Parlevliet & Van Der Plas B.V. í Hollandi. Seljandi bréfanna er Kaldbakur hf. sem keypti þau á sínum tíma af Brim hf. Onward og Boyd Line verða rekin í nánu samstarfi en Onward hefur það sem af er ári séð um rekstur Boyd Line í umboði Kaldbaks hf. Gerðar hafa verið verulegar breytingar á rekstrinum sem skilað hafa árangri og hefur rekstur félagsins gengið vel. Samherji mun í tengslum við þessi kaup auka hlutafé í Onward um 1,5 milljón punda en að öðru leyti munu kaupin fjármögnuð með eigin fé Onward svo og lántöku UK Fisheries.
Aukning á eignarhlut í Síldarvinnslunni hf.
Þá hefur Samherji keypt tæplega 3,6% hlut í Síldarvinnslunni hf. af Fjárfestingarfélaginu Firði ehf. Um er að ræða hlutabréf að nafnverði um 61 milljón króna á genginu 4,25 og nemur heildarkaupverð 259 milljónum króna.
Eftir kaupin munu Samherji hf. og dótturfélag þess Snæfugl ehf. eiga ríflega 37% eignarhlut í Síldarvinnslunni hf.
Kaup á uppsjávarskipi