Samherji hf. kaupir nótaveiðiskipið Jón Sigurðsson

Samherji hf. hefur gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Jóni Sigurðssyni af EM Shipping, en félagið er dótturfélag Framherja Spf. í Færeyjum sem Samherji á hlut í. Hið nýja skip fær einkennisstafina GK-110 og verður gert út frá Grindavík.
Jón Sigurðsson sem áður var í eigu Samherja hf.(Fiskimjöls og Lýsis) var seldur til færeyska félagsins á haustdögum 1997. Skipið var smíðað í Noregi 1978, er með 3.300 hestafla vél og ber 860 tonn. Kaupverð skipsins er 30 milljónir DKK.

Skipið mun halda til síldveiða í kvöld.

Fréttatilkynning frá Samherja hf., miðvikudaginn 25. október 2000.