Samherji hlýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin - fyrir framúrskarandi fiskvinnslu

Frá verðlaunaafhendingunni, talið frá vinstri: Gunnar
Aðalbjörnsson, rekstrarstjóri fiskvinnslu Samh…
Frá verðlaunaafhendingunni, talið frá vinstri: Gunnar
Aðalbjörnsson, rekstrarstjóri fiskvinnslu Samherja á Dalvík,
Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja,
og Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár-Almennra, en það
fyrirtæki ásamt Ís
Samherji hlaut Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2005 fyrir framúrskarandi fiskvinnslu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn síðdegis í dag í Gerðarsafni í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir.

 

Það er fiskvinnsla Samherja í Dalvíkurbyggð sem verðlaunin hlýtur en hún er ein fullkomnasta fiskvinnsla heims. Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins.
Gestur segir verðlaunin mikinn heiður fyrir Samherja. "Þennan árangur má fyrst og fremst þakka frábæru starfsfólki Samherja. Við höfum á undanförnum árum lagt síaukna áhersla á vinnsluna í landi og til marks um það má nefna að á liðnu ári voru unnin um 23.000 tonn af hráefni hjá landvinnslu félagsins," segir Gestur.
Hann segir að Samherji hafi fjárfest umtalsvert í landvinnslunni á undanförnum árum og tileinkað sér ýmsar tækninýjungar en umfram allt sé áhersla lögð á gæði og afhendingaröryggi. "Við eigum í harðri samkeppni á kröfuhörðustu mörkuðum heims og höfum verið að ná góðum árangri. Þessi verðlaun eru staðfesting á því að við erum á réttri leið," segir Gestur.