Samherji í Brussel

Í morgun hófst hin árlega sjávarútvegssýning "European Seafood Exhibition" í Brussel og stendur hún fram til 28. apríl. Samherji er sýnilegri í ár en nokkru sinni fyrr, þar sem Samherji og Pickenpack - Hussmann & Hahn eru saman með bás.
brussel05_1.jpg (31133 bytes)
Samherji er sýnilegri í ár en nokkru sinni
fyrr, þar sem Samherji og Pickenpack -
Hussmann & Hahn eru saman með bás

Í morgun hófst hin árlega sjávarútvegssýning "European Seafood Exhibition" í Brussel og stendur hún fram til 28. apríl. Samherji er sýnilegri í ár en nokkru sinni fyrr, þar sem Samherji og Pickenpack - Hussmann & Hahn eru saman með bás. Að sögn Gústafs Baldvinssonar, sölu- og markaðsstjóra Samherja, er markvisst unnið að því að markaðssetja Samherja undir eigin nafni og er sýning sem þessi nauðsynlegur þáttur í því. "Helstu samstarfsaðilar Samherja taka hér þátt á einn eða annan hátt. Til að mynda eru fyrirtækin Atlantex og Parlevliet & Van der Plas með eigin bása á sýningunni" segir Gústaf.

Nánar verður fjallað um sýninguna á morgun.