Samherji hf. hefur keypt ríflega 31% hlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Bréfin eru keypt af Þórshafnarhreppi og Landsbanka Íslands hf.
"Við teljum Hraðfrystistöð Þórshafnar vera góðan fjárfestingarkost og sjáum ýmsa möguleika í samvinnu þessara fyrirtækja bæði í veiðum og vinnslu. Við vonum að þessi samvinna verði til að efla hag beggja fyrirtækjanna og skila eigendum þeirra auknum arði á komandi árum." segir Þorsteinn Már Baldvinnsson forstjóri Samherja. Engin áform eru uppi um sameiningu fyrirtækjanna. Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. í síma 460-9000.