Samherji leggur sitt af mörkum vegna afmælis landafunda

Víkingaskipið Íslendingur í New York.
Víkingaskipið Íslendingur í New York.
Eitt af skipum Samherja hf. Hríseyjan EA 410 var fylgdarskip víkingaskipsins Íslendings alla leið frá Íslandi til New York. Skipin lögðu af stað frá Reykjavík 17. júní og komu eins og kunnugt er til New York þann 5.október við mikla athygli. Lítið hefur farið fyrir fréttum af fylgdarskipinu en tilvera þess í allri ferðinni sem tók tæpa fjóra mánuði var leiðangrinum engu að síður mjög mikilvæg.
Íslendingur í New York
------------Það er ekki á hverjum degi sem New York er í bakgrunninn hjá skipum Samherja.