Samherji hf. selur Högaberg

Í gær var nótaveiðiskipið Högaberg selt aftur til fyrri eiganda, E.M. Shipping í Færeyjum.  Samherji hf. nýtti sér þar með ákvæði í kaupsamningi um endursölurétt innan 3ja mánaða frá undirritun.

 



Högaberg á leið í land með fullfermi.
mynd: Þorgeir Baldursson

Í gær var nótaveiðiskipið Högaberg selt aftur til fyrri eiganda, E.M. Shipping í Færeyjum.  Samherji hf. nýtti sér þar með ákvæði í kaupsamningi um endursölurétt innan 3ja mánaða frá undirritun. 



Högaberg veiddi um 10 þúsund tonn af loðnukvóta Samherja á nýliðinni loðnuvertíð að verðmæti nálægt 50 milljónum

króna. 

Aflinn var framan af vertíðinni lagður upp í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík en eftir brunann var lagt upp hjá verksmiðjum Síldarvinnslunnar hf.  S

kipið

kom

tvisvar að landi með yfir 2 þúsund tonn, sem telst vera fullfermi.

Högaberg

veiddi e

nnfremur um 2.500 tonn af kvóta Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og lagði þann afla upp hjá bræðslum þess.