Samherji styrkir samfélagsverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu um rúmar 50 milljónir króna
08.12.2008
Frá afhendingu styrkjanna
Í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að Samherji hf. hóf útgerð og jafnframt til að heiðra minningu tvíburabræðranna Baldvins Þ. Þorsteinssonar og Vilhelms V. Þorsteinssonar, styrkir Samherji ýmis samfélagsverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu um samtals rúmar 50 milljónir króna. Samherji hefur í 25 ár verið hluti af eyfirsku samfélagi og lengst af meðal stærstu fyrirtækja á svæðinu. Því fylgir mikil ábyrgð og félagið hefur reynt að efla eftir bestu getu hag þess fólks sem hjá því starfar og fjölskyldna þess. Það hefur jafnframt reynt að láta samfélagið í kringum sig njóta góðs af starfseminni með því að styrkja innviði þess með ýmsum hætti. Þátttaka barna og unglinga í íþróttum er ómetanlegur þáttur í forvörnum og uppeldi. Samherji vill efla þjálfun og annað starf félaganna og um leið stuðla að því að sem flest börn og unglingar geti stundað þær íþróttagreinar sem hugur þeirra stendur til, óháð efnahag heimilanna. Fjármununum skal varið til að lækka æfingagjöld barna og unglinga og/eða til að lækka kostnað við keppnisferðir þeirra veturinn 2008-2009 í þeim íþróttagreinum sem félögin hafa innan sinna vébanda. Alls nema styrkirnir rúmum 50 milljónum króna. Félagið vill sjá til þess að þessir fjármunir fari í að efla grasrótarstarfið og hefur því skipað nefnd sem mun vinna með félögunum að útfærslunni.Á þessu ári hefðu feður þeirra Kristjáns og Þorsteins Más orðið áttræðir en þeir létust báðir langt fyrir aldur fram.Til að heiðra minningu þeirra tvíburabræðra er Hjartaheill og HL-Stöðinni á Akureyri færður 5.000.000.- króna styrkur til að efla ennfrekar þáöflugu starfsemi sem þau standa fyrir.
Styrkir til annarra félaga skiptast sem hér segir: Barna- og unglingastarf Knattspyrnufélags Akureyrar: 10 milljónir króna. Barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Þórs: 10 milljónir króna. Barna- og unglingastarf Fimleikafélags Akureyrar: 4 milljónir króna. Barna- og unglingastarf Skíðafélags Akureyrar: 2,5 milljónir króna. Barna- og unglingastarf Skautafélags Akureyrar: 2,0 milljónir króna. Æskulýðsstarf Akureyrar- og Glerárkirkju: 2,0 milljónir króna. Barna- og unglingastarf Sundfélagsins Óðins: 1,5 milljónir króna. Barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Eikar: 500 þúsund krónur. Barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Akurs: 500 þúsund krónur. Barna- og unglingastarf Ungmennafélags Akureyrar: 500 þúsund krónur. Meistaraflokkur í handbolta, afreksfólk á skíðum: 5,0 milljónir króna. “Hreyfing og útivist”: 3,0 milljónir króna. Kjarni, útivistarsvæði: 1,5 milljónir króna. Annað, óskilgreint: 2,0 milljónir króna.
Að auki styrkir Samherji hf. af þessu tilefni íþrótta- og menningarstarf á Dalvík. Þeir styrkir voru afhentir á Dalvík í dag 8. Desember til UMFS og Skíðafélags Dalvíkur að upphæð 1.000.000 hvor og kr. 500.000.- til Leikfélags Dalvíkur.