Kristján Vilhelmsson tekur við verðlaununum fyrir hönd Samherja
Samherji hf. hlaut íslensku sjávarútvegsverðlaunin sem framúrskarandi útgerðarfyrirtæki en verðlaunin voru afhent í annað sinn síðastliðinn föstudag í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna.Það eru sjávarútvegstímaritin
World Fishing og
Fiskifréttir sem standa að íslensku sjávarútvegsverðlaununum en þau eru veitt í sjö flokkum til fyrirtækja og einstaklinga sem talin eru hafa skarað framúr á sviði sjávarútvegs, tækni og markaðssetningar. Útgerðarfyrirtækin Gjögur og Vísir voru tilnefnd til verðlauna í þeim flokki sem Samherji hlaut verðlaun, það er framúrskarandi útgerð. Það var Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja sem veitti verðlaununum viðtöku við athöfn á Hótel Íslandi á föstudagskvöld.
Tvenn verðlaun til AkureyrarAf þeim fjórtán fyrirtækjum og einstaklingum sem verðlaunuð voru eru tvö á Akureyri því auk Samherja fékk ÚA verðlaun fyrir framúrskarandi fiskvinnslu. Önnur fyrirtæki og einstaklingar sem fengu verðlaun eru: Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði, Cabin Plant í Danmörku, Hampiðjan, Marel hf., Nesco Weighing Systems í Bretlandi, Scanmar í Noregi, Skaginn hf. á Akranesi, Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU frá Eskifirði og sýningarbásar Skeljungs hf. og færeyski þjóðarbásinn á Íslensku sjávarútvegssýningunni.