Sást til sólar á Stöðvarfirði!

Margrét EA kom til Stöðvarfjarðar í gærmorgun með um 50 tonn af þorski. Bróðurpartur aflans fór til vinnslu í frystihúsi Samherja á staðnum. Margrét hélt síðan aftur til veiða upp úr hádegi.

Í gærmorgun sást til sólar á Stöðvarfirði sem ekki hefur gerst u.þ.b. tvo mánuði. „Nú er því mikið léttara yfir bæjarbúum og við reiknum með hafa fengið okkar skerf af votviðrinu í bili," segir Magnús Helgason, frystihússtjóri Samherja.