Fjöldi fólks tók á móti Baldvin Þorsteinssyni EA-10:
Fjöldi fólks tók á móti fjölveiðiskipinu Baldvin Þorsteinssyni EA-10 þegar það lagðist að Tangabryggjunni á Akureyri sl. föstudagskvöld og segir Hákon Þröstur Guðmundsson, annar tveggja skipstjóra á Baldvin, að það hafi verið sérstaklega gaman að fá slíkar móttökur. “Það var rosalega gaman að koma heim með skipið í svona fínu veðri og sjá allan þennn fólksfjölda á bryggjunni."
Fjöldi fólks tók á móti Baldvin Þorsteinssyni EA-10 við komuna til Akureyrar sl. föstudagskvöld. Myndir: Rúnar Þór Björnsson | tr>
Nú er unnið að því hörðum höndum að undirbúa skipið fyrir prufutúr sem farið verður í síðar í þessari viku. “Það er verið að ljúka við ýmislegt hér um borð til þess að gera skipið klárt til veiða,” segir Hákon Þröstur. “Ég á von á því að við byrjum að hífa veiðarfærin um borð í dag. Í prufutúrnum munum við síðan gera prófanir á öllum búnaði skipsins. Sú reynsla sem við fengum af skipinu á heimstíminu frá Lettlandi lofar mjög góðu, þetta er draumafley,” segir Hákon Þröstur.
0 |
Heimkomu skipsins fagnað Frá vinstri: Árni V. Þórðarson, Björg Finnbogadóttir, Hákon Þröstur Guðmundsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga Steinunn Guðmundsdóttir. |