Skipulagsstofnun fellst á framkvæmd vegna 6000 tonna laxeldisstöðvar í Reyðarfirði.

Frá Reyðarfirði
Frá Reyðarfirði
Skipulagsstofnun hefur í dag fallist á framkvæmd allt að 6000 tonna laxeldisstöðvar Samherja hf. í Reyðarfirði eins og henni er lýst í gögnum framkvæmdar- aðila.Framkvæmd þessi var úrskurðuð í umhverfismat 2. apríl 2001. Síðan þá hefur verið unnið að mati á umhverfisáhrifum á vegum Samherja hf. Við gerð matsskýrslu var leitað til fjölmargra sérfræðinga og stofnana bæði innlendra og erlendra. Matsskýrslunni var skilað inn til Skipulagsstofnunar í júlí s.l.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að laxeldi í Reyðarfirði, í samræmi við áætlanir Samherja hf., hefði ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og féllst því stofnunin á framkvæmdina.

"Niðurstaða Skipulagstofnunar er eins og við vonuðumst eftir enda vönduðum við mjög til allrar þessarar vinnu og leituðum aðstoðar færustu sérfræðinga við gerð matsskýrslunnar. Niðurstöður skýrslunnar bentu til að framkvæmdin hefði ekki umtalsverð umhverfisáhrif.

Þetta leyfi hefur mikla þýðingu fyrir eldi á Íslandi, sem með þessu er skapaður framleiðslurammi sem gefur möguleika á ná stærðarhagkvæmni. Samanlögð framleiðsla laxi á Austurlandi ætti með þessu að verða næg til uppbyggingar nauðsynlegra stoðstarfsemi við fiskeldi á Íslandi. Þetta eru því mjög jákvæð tíðindi fyrir uppbyggingu greinarinnar og atvinnulíf á Austurlandi," segir Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja hf.

Úrskurð Skipulagsstofnunar má finna á slóðinni www.skipulag.is

Allar nánari upplýsingar veitir Finnbogi Jónsson í síma 460 9000