Skrokkur nýja fjölveiðiskipsins sjósettur í Póllandi.
11.02.2000
Í dag var skrokkur hins nýja fjölveiðiskips Samherja sjósettur í Gdansk í Póllandi. Stjórnendur fyrirtækisins fylgdust með athöfninni í blíðskaparveðri og gekk hún eins og best verður á kosið. Skipið mun bera nafnið Vilhelm Þorsteinsson EA-11 en því hefur þó ekki enn verið gefið nafnið formlega. Eftir ýmsan frágang í Póllandi næstu daga liggur fyrir að draga skipið til Ulsteinvik i Noregi þar sem lokafrágangur fer fram. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í dag við athöfnina: