Stemning var á bryggjunni um hádegisbil á föstudaginn er Snæfell EA 310 hélt í sína fyrstu veiðiferð í blíðskaparveðri.
Haldin var stutt helgiathöfn um borð áður en skipið lét úr höfn þar sem séra Arnaldur Bárðarson prestur í Glerárkirkju flutti hugvekju og blessaði skipið, áhöfn og útgerð þess. Snæfellið (áður Akureyrin EA) er hið glæsilegasta eftir umfangsmiklar endurbætur, en skipið skemmdist í eldsvoða í maí 2006 og hefur verið frá veiðum síðan. Snæfellið er útbúið til að landa bæði ferskum og frystum afurðum og heldur á grálúðuveiðar að þessu sinni. Skipstjóri er Sigmundur Sigmundsson og eru 18 menn í áhöfn.