Starfsfólki Samherja boðið til kvöldverðar í nýja skipinu

Samherji hf. bauð öllum starfsmönnum sínum ásamt mökum til kvöldverðar um borð í Vilhelmi Þorsteinssyni EA-11 s.l. þriðjudagskvöld í tilefni af komu skipsins til Akureyrar. Á meðan á matarboðinu stóð var siglt inn á pollinn og um Eyjafjörðinn í fallegu veðri. Þá gafst viðstöddum gott tækifæri á að skoða hið glæsilega skip.
Matseðill kvöldsins var ekki af lakara taginu en auk hlaðborðs grilluðu grillmeistarar kjöt og lúðu eins og hver gat í sig látið. Á eftir var boðið upp á súkkulaði, kaffi og koníak. Eins og myndirnar bera með sér þáðu margir starfsmenn hið góða boð fyrirtækisins og áttu eftirminnilega stund um borð.
starf1.jpg (12087 bytes)  
starf7.jpg (12536 bytes)  
starf5.jpg (12510 bytes)  
starf2.jpg (10532 bytes)  
starf4.jpg (11536 bytes)  
starf6.jpg (9115 bytes)  
starf3.jpg (8581 bytes)