Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa: Vel heppnað taílenskt skemmtikvöld

Gestir skemmtikvöldsins voru boðnir velkomnir að taílenskum sið / myndir samherji.is/einkasafn
Gestir skemmtikvöldsins voru boðnir velkomnir að taílenskum sið / myndir samherji.is/einkasafn

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa (STÚA) efndi til taílensks skemmtikvölds en hjá ÚA starfa hátt í þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Taílands.

Í boði var glæsilegt og fjölbreytt hlaðborð heimagerðra taílenskra rétta, einnig skemmtiatriði í umsjá taílenska starfsfólksins.

Matur, dans og söngur

Systurnar Supattra Singsuto og Wongnapha Singsuto hafa búið lengi á Íslandi og eru með langan starfsaldur hjá ÚA. Þær voru hæst ánægðar með skemmtikvöldið.

„Taílensk matargerð er ólík íslenskri, þess vegna var frábært kynna matarhefðir okkar heimalands. Taílenskur matur eru yfirleitt mun meira kryddaður en sá íslenski og grænmeti er algengara.

Við hjálpuðumst að við matseldina og útkoman varð fjölbreytt hlaðboð.

Við sýndum gestunum líka taílenska dansa og skreyttum salinn en tónlist, dans og söngur eru ómissandi þegar fólk kemur saman og skemmtir sér. Aðstaðan í eldhúsi ÚA er frábær, þannig að allur undirbúningur gekk vel og kvöldið heppnaðist frábærlega. Við þökkum öllum fyrir góða kvöldstund,“ sögðu þær Supattra og Wongnapha Singsuto.

Eykur samheldni starfsfólks

Starfsmannafélag Samherja á Dalvík hefur verið með sambærileg þóðarkvöld þar sem starfsmenn frá mismunandi þjóðum hafa kynnt mat og menningu sinnar þjóðar.

Óskar Ægir Benediktsson formaður STÚA segir að skemmtikvöldið hafi tekist vonum framar.

„Þetta var glæsilegt framtak og vonandi verða slík skemmtikvöld árlegur viðburður hjá okkur. Við höfum áður verið sambærilegar skemmtanir, sem hafa fallið afskaplega í góðan jarðveg. Svona samkomur þjappa starfsfólkinu enn betur saman og ferðasjóðurinn nýtur góðs af. Undirbúningurinn er auðvitað verulegur og það var virkilega gaman að fylgjast með samheldni allra þeirra er báru hitann og þungann af þessari góðu kvöldstund.“

 

Við látum myndirnar frá skemmtikvöldinu tala sínu máli !