Starfsmenn Samherja standa sig vel

hallasif_golf_heimasSamherji átti tvo fulltrúa á Arctic Open sem fram fór þ.26-28. júní sl. og komust báðir í verðlaunasæti. Halla Sif Svavarsdóttir lenti í þriðja sæti í kvennaflokki og Hafþór Jónasson í þriðja sæti í öldungaflokki. Mótið þótti takast vel og náðu mótsgestir því takmarki sínu að spila í miðnætursól eins og þessi fallega mynd, sem tekin var af Höllu Sif ber með sér. Mynd tekin af (www.pedromyndir.is)

"Óþokkar" á Pollamóti Þórs
Fótboltalið Samherja, Ungmennafélagið Óþokki tók þátt í Pollamóti Þórs, sem fram fór s.l. helgi, á Akureyri. UMF Óþokki lenti í óvenju sterkum riðli svok. dauðariðli að eigin sögn en náðu þrátt fyrir það öllum markmiðum sem þeir settu sér fyrir mótið. (sem voru 1.að skora 2. að vinna 3. að vera bestir 4. að vera langfallegastir)

 

othokki_lid_2003_0492_heimasothokki
othokki_lax_0489heimas

Að venju var áhersla lögð á fallega búninga og var samdóma álit aðdáenda liðsins að Óþokkar hefðu borið af í glæsileika jafnt innan vallar sem utan. Einn af stuðningsaðilum liðsins nýtti sér þetta og notaði mynd af liðinu á kynningu í Nettó til að auglýsa vöru sína og fékk nokkra liðsmenn til að koma að kynningunni. Mikil örtröð myndaðist er aðdáendur liðsins fylktust að til að komast í tæri við hetjurnar.

Fyrsti leikurinn sem var gegn Úrvalsliði Halla Gunnþórs, var spilaður í Boganum og þó að okkar menn væru oft á tíðum með yfirhöndina þá tapaðist hann 0-1. Jakob Atlason spilaði einungis í 4 mínútur í þessum leið og varð að hætta vegna meiðsla var hann þó kosinn Miðjumaður mótsins af dómnefnd UMF Óþokka fyrir frammistöðu sína. Næsti leikur var gegn semiatvinnumannaliði ÍA og voru úrslit 0-4 og var maður leiksins tvímælalaust markvörður UMF Óþokka Sigurvin Jónsson sem stóð í ströngu í markinu þrátt fyrir ótrúlegt baráttuþrek liðsins. Sigurvin sem er bæði frábær markvörður og fyndnasti maður Íslands var kosinn Besti leikmaður mótsins af dómnefndinni. Fyrsti og eini sigur liðsins 1-0 náðist í næsta leik gegn UMFB og var Birgir Össurarson þar með orðinn Markahæsti maður liðsins eftir glæsilega fyrirgjöf frá Guðmundi Baldvin Guðmundssyni sem var kosinn Sóknarmaður mótsins. Enn máttu Óþokkar þola tap og nú gegn Reyni S., úrslit 0-2 en lentu þrátt fyrir það í 4. sæti riðilsins og komust í 32 liða úrslit. Víðir, Garði var andstæðingur UMF Óþokka í lokaleiknum og er skemmst frá því að segja að okkar menn töpuðu naumlega 0-5. Varnarmaður liðsins var kosinn Steingrímur Pétursson fyrir ótrúlega fallega skalla frá markinu og tilþrifamikinn varnarleik. "Kynþokkafyllsti leikmaður mótsins" var valinn nýliðinn Jón Kjartan Jónsson, sem var að taka þátt í sínu fyrsta Pollamóti en þessi titill þykir eftirsóknarverðastur af þeim sem er úthlutað af dómnefnd UMF Óþokka.

Óþokkar voru hvattir til dáða af félögum í Íþróttafélaginu Þokka, félagi þokkafullra Samherjakvenna og kunna þeir "Þokkadísunum" bestu þakkir fyrir.

UMF Óþokki vill þakka styrktaraðilum sínum veittan stuðning

gr_logo GREEN REEFERS Noregi

nes jap+NES hf

kpmg++KPMG

ctgCTG í Noregi

+still_logo+Stíll ehf

salmon_minni Samherji hf.