Stefnir í mjög fjölmenna árshátíð Samherja

Myndir frá árshátíð <br />landvinnslu Samherja 2004 <br />í KA heimilinu. <br />Teknar af Myndrún
Myndir frá árshátíð
landvinnslu Samherja 2004
í KA heimilinu.
Teknar af Myndrún
-Haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 25. mars nk.

Árshátíð Samherja verður haldin laugardaginn 25. mars nk. í Íþróttahöllinni á Akureyri. Um verður að ræða einhverja fjölmennustu árshátíð sem haldin hefur verið norðan heiða, því gert er ráð fyrir um 800 gestum.

 

Árshátíð landvinnslu Samherja hefur að jafnaði verið haldin annað hvert ár og var síðast haldin 2004. Sjómenn félagsins hafa ekki haldið sérstaka árshátíð fyrir sig en hafa hins vegar skemmt sér með öðrum sjómönnum við Eyjafjörð á sjómannadaginn. Nú hefur verið ákveðið að reyna að ná eins mörgum starfsmönnum Samherja saman og hægt er og gera þar með árshátíð félagsins stærri en nokkru sinni fyrr. Með það að markmiði var útgerðaráætlunum skipa Samherja hagað þannig að þau verða nær öll í landi þann 25. mars.

Árshátíðin færð í Íþróttahöllina
Árshátíðin átti að fara fram í KA-heimilinu en þar hefur hún verið haldin á undanförnum árum. Í byrjun0403_arshatid_1969_heimas þessarar viku var fjöldi veislugesta hins vegar farinn að nálgast áttunda hundraðið og þar með var ljóst að KA-heimilið væri ekki nógu stórt undir veisluna. Þá var haft samband við forstöðumann Íþróttahallarinnar á Akureyri til að kanna möguleika á því að færa veisluna þangað, enda eina húsið í bænum sem getur hýst svo fjölmenna veislu. Með ýmsum tilfæringum og samvinnu forsvarsmanna nokkurra íþróttamannvirkja, tókst að losa Íþróttahöllina þessa helgi. Meðal annars þurfti að færa til stórt körfuboltamót sem átti að vera í húsinu á sama tíma. Öllum sem komu að því verki eru færðar bestu þakkir.

Hefur áhrif á bæjarlífið
Svona skemmtun hefur mikil áhrif á bæjarlífið því margir koma langt að og þurfa því gistingu. Þegar landvinnslan hélt árshátíð sína árið 2004 fylltust hótel bæjarins í tvær nætur. Þá voru það um 540 manns sem mættu á árshátíðina en nú er búist við um 800 manns, sem fyrr segir. Því má reikna með að spurn eftir gistirýmum á Akureyri verði í hámarki þessa helgi og að margir gisti hjá vinum og ættingjum í heimahúsum.