Þann 20.desember sl. veitti Samherji samtals 82 milljónum króna í styrki til íþróttastarfs og ýmissa samfélagsverkefna, aðallega á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig var úthlutað fjárstyrkjum til nokkurra einstaklinga sem skara framúr á sínu sérsviði. Þá var undirritaður styrktarsamningur til 3ja ára við Íþróttasamband fatlaðra. Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður sjóðsins sem afhenti styrkina.
Eins og við fyrri styrkveitingar sjóðsins er gert ráð fyrir að fjármununum verði ráðstafað til lækkunar þátttökugjalda barna og unglinga og/eða til að lækka kostnað við keppnisferðir þeirra.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði styrkina frá fyrirtækinu renna til fjölmargra verkefna sem flest byggðust á sjálfboðaliðastarfi og „sem öll miða að því að við getum lifað betra og innihaldsríkara lífi með fjölskyldum okkar hér við Eyjafjörð.“ Hann upplýsti að Samherji hefði nú úthlutað samtals rúmlega 550 milljónum króna frá því fyrirtækið hóf að úthluta íþrótta- og samfélagsstyrkjum árið 2008.
Styrkveitingin fór fram í glæsilegri nýbyggingu Útgerðarfélags Akureyringa að viðstöddu fjölmenni en þennan dag var Akureyringum boðið að koma og skoða hina nýju pökkunarstöð.
Styrkþegar Samherjasjóðsins árið 2015 eru:
Barna og unglingastarf Knattspyrnufélags Akureyrar | Barna og unglingastarf Hestamannafélagsins Léttis |
Barna og unglingastarf Íþróttafélagsins Þórs | Barna og unglingastarf Íþróttafélagsins Draupnis |
Barna og unglingastarf Fimleikafélags Akureyrar | Unglingastarf KKA akstursíþróttafélags |
Barna og unglingastarf Skíðafélags Akureyrar | Barna og unglingastarf Karatefélags Akureyrar |
Barna og unglingastarf Skautafélags Akureyrar | Barna og unglingastarf Hestamannafélagsins Funa |
Barna og unglingastarf Sundfélagsins Óðins | Barna og unglingastarf Kraftlyftingafélags Akureyrar |
Barna og unglingastarf Íþróttafélagsins Eikar | Barna og unglingastarf Skákfélags Akureyrar |
Barna og unglingastarf Ungmennafélags Akureyrar | Barna og unglingastarf Skátafélagsins Klakks |
Barna og unglingastarf Siglingaklúbbsins Nökkva | Barna og unglingastarf Umf. Samherja í Eyjafjarðarsveit |
Barna og unglingastarf Golfklúbbs Akureyrar | Fjölsmiðjan |
Barna- og unglingastarf Umf. Svarfdæla | Barna og unglingastarf Golfklúbbsins Hamars |
Barna og unglingastarf Hestamannafélagsins Hrings | Barna- og unglingastarf Skíðafélags Dalvíkur |
Barna- og unglingastarf Leikfélags Dalvíkur | Umf. Svarfdæla meistaraflokkur - knattspyrnu |
KA meistaraflokkur karla - knattspyrnu | Þór meistaraflokkur karla - knattspyrnu |
KA meistaraflokkar karla og kvenna - blaki | Þór meistaraflokkar karla og kvenna - körfuknattleik |
SA meistaraflokkar karla og kvenna - íshokkí | Þór-KA meistaraflokk kvenna - knattspyrnu |
KA-Þór meistaraflokkur kvenna - handbolta | Akureyri Handboltafélag |
Æskulýðsstarf Akureyrarkirkju | Æskulýðsstarf Glerárkirkju |
Sumarbúðir KFUM og KFUK Hólavatni | Sumarbúðirnar Ástjörn |
Íþróttasamband Fatlaðra |
Bryndís Rún Hansen |
Hafdís Sigurðardóttir |
Jóhann Þór Hólmgrímsson |
Una Haraldsdóttir |
Við undirritun styrktarsamnings Samherja og Íþróttasambands fatlaðra. Frá vinstri: Kolbrún Ingólfsdóttir einn af eigendum Samherja, Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri ÍF, Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður Samherjasjóðsins.
Umfjöllun um styrkveitinguna á N4: http://www.n4.is/is/thaettir/file/samherji-samfelagsstyrkir