Þorvarður Lárusson SH og Svanur EA með góðan afla

Skipin tvö Þorvarður Lárusson og Svanur hafa verið að veiðum við Vesturland og hafa þau komið með 190-200 tonna afla að landi á 9-10 daga tímabili.  Aflinn er ísaður um borð í kör sem fara að hluta til í vinnslu til Dalvíkur og Stöðvarfjarðar en hluti farið í gámum á markað í Bretlandi.


Þorvarður Lárusson SH 129
Ljósm. Skipaskrá/Jón Sigurðsson



Svanur EA 14
Ljósm. Skipaskrá/Jón Sigurðsson

Skipin tvö Þorvarður Lárusson og Svanur hafa verið að veiðum við Vesturland og hafa þau komið með 190-200 tonna afla að landi á 9-10 daga tímabili.  Aflinn er ísaður um borð í kör sem fara að hluta til í vinnslu til Dalvíkur og Stöðvarfjarðar en hluti farið í gámum á markað í Bretlandi.

Þorvarður Lárusson SH, sem Samherji er með á leigu, kom að landi um helgina og var landað úr skipinu í fjórða sinn á níu dögum
.  Sigurður Óli Þorvarðarson skipstjóri sagði þá aðallega hafa verið að veiðum á Flákahorni á Breiðafirði og við Stafnnes.  Aflinn var samtals tæplega 190 tonn, aðallega ýsa en skipið tekur um 45-48 tonn og voru veiðiferðirnar því um tveir sólarhringar hver.

Svanur EA 14 sem gerður er út af Rif ehf. í Hrísey, sem Samherji á tæplega helming í, hefur verið á ísfiskveiðum á miðunum út af Faxaflóa og Snæfellsnesi.  Verið er að landa úr honum í Hafnarfirði í dag.  Á síðustu 10 dögum hefur verið landað upp undir 200 tonnum úr Svaninum og hefur aðal uppistaða aflans verið ýsa og núna síðast einnig karfi og þorskur.  Skipið tekur tæplega 50 tonn fulllestað og hefur verið landað bæði í Hafnarfirði og á Grundarfirði.  "Við höfum verið á rækjuveiðum á undanförnum árum og þetta er mikil breyting frá því.  Það er mjög gaman að prófa bolfiskveiðar, sérstaklega þegar vel veiðist eins og núna", sagði Árni Kristinsson skipstjóri.  Í áhöfn Svans eru 9 menn.