Í tilefni að 10 ár eru liðin frá giftusamlegri björgun áhafnar Baldvins Þorsteinssonar EA og einnig skipsins sjálfs af strandstað á Skarðsfjöru ákváðu eigendur Samherja að færa Landhelgisgæslu Íslands gjöf, heilsu greiningar tæki að fullkomnustu gerð til notkunar í björgunarþyrlum gæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Líf lenti á bílastæðinu framan við Útgerðarfélag Akureyringa í gær og fór fram stutt athöfn þar sem afreksins var minnst og gjöfin afhent.
Við afhendingu gjafarinnar kom fram hjá þeim Þorsteini Má og Kristjáni einlægt þakklæti fyrir góða og fagmannlega
þjónustu bæði Landhelgisgæslunnar og einnig starfsfólks Landsspítalans. Vildu þeir með þessari gjöf
undirstrika bæði þakklæti sitt og mikilvægi starfsins sem starfsmenn þessa stofnana inna af hendi.
Fram kom í þakkarbréfi Landhelgsigæslunnar að gjöfin, tvö Lifepak 15 tæki sem eru mjög öflug hjartastuðtæki og hjartasjár
ásamt fylgibúnaði, mun án vafa auka öryggi sjúklinga um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þá munu tækin
einnig auðvelda starfsmönnum umönnun sjúkra og slasaðra og gera Landhelgisgæslunni kleift að annast alvarlega veika sjúklinga um borð í
þyrlum með árangursríkari aðferðum en áður.
Benóný Ásgrímsson flugstjóri og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri í flugstjórnarklefanum
en Þorsteinn Már flaug með TF LÍF til Akureyrar. Ljósm. Skapti/Mbl
Kristján Vilhelmsson býður Georg K. Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar
velkominn til Akureyrar
Benóný Ásgrímsson flugstjóri, Georg K. Lárusson forstjóri LHG, Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, Grétar
Einarsson björgunarsveitinni Víkverja, Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja ásamt vakthafandi
þyrlusveit. Ljósm:Toti/Pedromynd
Georg K. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar afhendir þeim frændum
Þorsteini Má og Kristjáni þakklætisvott.Ljósm:Toti/Pedromynd
Bergur Stefánsson læknir á Landsspítalanum og Benóný Ásgrímsson flugstjóri LHG
veittu viðtöku tækjunum góðu. Hér á myndinni ásamt þyrlusveitinni, Georg forstjóra
og forsvarsmönnum Samherja. Ljósm:Toti/Pedromynd
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja við afhendingu gjafarinnar til LHG
Fulltrúar Landhelgisgæslu Íslands, Björgunarsveitanna á Suðurlandi, forsvarsmenn
Samherja og hluti áhafnar Baldvins Þorsteinssonar EA. Lengst til hægri í fremri röð
er Guðmundur Hjálmarsson, fulltrúi þeirra sem aðstoðuðu í landi við björgun skipsins.
Ljósm:Toti/Pedromynd
Sjá einnig umfjöllun N4 : http://www.n4.is/is/thaettir/file/tf-lif-faer-nyjan-bunad