Tilfæringar á skipstjórnarmönnum hjá Samherja hf

Undanfarið hafa verið nokkrar tilfæringar á skipstjórnarmönnum hjá Samherja hf. í tengslum við breytingar á skipastóli fyrirtækisins.Tilfæringar á skipstjórnarmönnum hjá Samherja hf
freyr1
Guðmundur Freyr
Guðmundsson
bjossi1
Sigurbjörn Reimarsson
stefaningva1
Stefán Ingvason
pallsteingr
Páll Steingrímsson
sibbi1
Sigurbjörn Sigurðsson
sigurduroli1
Sigurður Óli Kristjánsson

Undanfarið hafa verið nokkrar tilfæringar á skipstjórnarmönnum hjá Samherja hf. í tengslum við breytingar á skipastóli fyrirtækisins.

Ákveðið hefur verið að Guðmundur Freyr Guðmundsson, sem verið hefur skipstjóri á Hjalteyrinni EA-310, taki við skipstjórn á Akureyrinni EA-110 (áður Sléttbakur). Jafnframt verður Sigurbjörn Reimarsson 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Akureyrinni.

Guðmundur Freyr Guðmundsson hóf störf hjá Samherja hf. árið 1994 og hefur verið skipstjóri og stýrimaður á ýmsum skipum félagsins. Lengt af hefur Guðmundur Freyr verið skipstjóri á Hríseyjunni EA-410 og Hjalteyrinni EA-310. Guðmundur Freyr er 35 ára, kvæntur Lindu Magnúsdóttur og eiga þau eitt barn.

Sigurbjörn Reimarsson hóf störf hjá Samherja hf. árið 1990 og hefur verið afleysingaskipstjóri og stýrimaður á ýmsum skipum Samherja hf. og Onward Fishing Company. Sigurbjörn er 35 ára, kvæntur Elísabetu Lilju Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Þar sem Akureyrin EA-110 hefur verið seld til Onward Fishing Company og mun fá heitið Norma Mary, mun Stefán Ingvason, skipstjóri á Akureyrinni EA-110, taka við skipstjórn á Víði EA-910.

Stefán Ingvason hóf störf hjá Samherja hf. 1984 og hefur lengst af verið skipstjóri á Akureyrinni EA-110 en einnig hefur hann verið skipstjóri á öðrum skipum Samherja hf. Stefán Ingvason er 39 ára, kvæntur Heiðbjörtu Þórarinsdóttur og eiga þau fjögur börn.

Páll Steingrímsson mun áfram gegna stöðu afleysingaskipstjóra og 1. stýrimanns á Víði EA-910. Hann hóf störf hjá Samherja hf. 1992 og hefur lengst af verið á Víði EA-910 sem 1. stýrimaður.
Páll er 37 ára, kvæntur Þórunni Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn

Sigurbjörn Sigurðsson mun taka við skipstjórn á Normu Mary (áður Akureyrin EA-110). Sigurbjörn hóf störf hjá Samherja hf. 1989 og hefur verið afleysingaskipstjóri og stýrimaður á skipum Samherja hf. og Onward Fishing Company. Sigurbjörn er 40 ára, kvæntur Súsönnu Hammer og eiga þau fjögur börn

Sigurður Óli Kristjánsson, sem verið hefur skipstjóri á Kambaröst SU-200, mun taka við skipstjórn á Margréti EA-710. Sigurður hóf störf hjá Blika hf. á Dalvík árið 1986. Bliki var sameinaður G.Ben. sem aftur sameinaðist Snæfelli. BGB Snæfell sameinaðist síðan Samherja hf. Sigurður hefur lengst af verið skipstjóri á Blika EA-12 Sigurður er 42 ára, kvæntur Dönu Jónu Sveinsdóttur og eiga þau fjögur börn