Kæri hluthafi.
Stjórn Samherja hf. samþykkti á stjórnarfundi þann 28. nóvember s.l. að nýta að hluta til heimild sína frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var 10. apríl 2001, til kaupa á eigin bréfum. Samþykkt var að kaupa hlutabréf að nafnverði allt að kr. 66.235.681 af hluthöfum á genginu 10,1 eða fyrir kr. 668.980.381. Félagið býðst því til að kaupa 4% af hlutabréfaeign þinni á áðurnefndu gengi.
Kaupin miðast við hlutafjáreign þína í lok viðskiptadags þann 6. desember 2001.
Heildarhlutafé Samherja hf. í dag er kr. 1.660.000.000 og þar af á félagið sjálft eigin bréf að nafnvirði kr. 4.107.968.
Ástæðan fyrir þessum kaupum er sú skoðun stjórnar félagsins að æskilegt sé fyrir félagið að eiga eigin hlutabréf ef fjárfestingakostir bjóðast.
Viljir þú nýta þér þetta tilboð þá vinsamlegast fylltu út meðfylgjandi eyðublað og sendu Íslenskum verðbréfum hf. Skipagötu 9, 600 Akureyri, sem annast umsýslu á viðskiptunum, fyrir 17. desember n.k. Gert er ráð fyrir að greiðslur skv. tilboði þessu fari fram í síðasta lagi 21. desember n.k. Það skal tekið fram að þeir hluthafar sem nýta sér þetta tilboð greiða engan viðskiptakostnað vegna viðskiptanna. Til að hægt sé að ganga frá viðskiptunum er nauðsynlegt að meðfylgjandi vörslusamningur sé fylltur út og sendur til Íslenskra verðbréfa hf. ásamt meðfylgjandi eyðublaði.
Virðingarfyllst, f.h. Samherja hf.
Þorsteinn Már Baldvinsson