Tuttugu ár frá upphafi útgerðar Samherja hf. frá Akureyri

gudsteinn_heimas
Guðsteinn GK

Útgerðarfyrirtækið Samherji hf. var stofnað 26. apríl 1972 í Grindavík.  Þann 28. apríl 1983 keyptu
Kristján Vilhelmsson,  Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson
meirihluta í fyrirtækinu og fluttu það til Akureyrar.  Samherji hf. átti einn ísfisktogara, Guðstein GK sem þeir frændur sigldu með til nýrrar heimahafnar.  Togarinn lagðist að bryggju á Akureyri 1.maí 1983 og hlaut nafnið Akureyrin EA.  Í kjölfarið var skipinu breytt mikið og það útbúið til flakafrystingar. 
 

 

 

 

kv_um_bord_i_ea10_1983_heimas
Kristján Vilhelmsson á dekki.  Úrinu var lagt og einungis  sofið af illri nauðsyn.

Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar var blíðuveður þennan dag og tók töluverður fjöldi fólks á móti skipinu.  Skipið leit býsna illa út, var bæði ryðgað og skítugt, þó búið væri að færa það nokkuð til betri vegar.  Mörgum leist ekki vel á uppátækið hjá þeim frændum en fleiri höfðu fulla trú á þeim og sýndu þeim stuðning.  Þeir voru fullir bjartsýni og fannst verkefnið í senn ögrandi og spennandi.

Fyrirtækið hefur á þessum tuttugu árum vaxið og dafnað á ævintýranlegan hátt.  Ólíklegt er að þessir ungu og athafnasömu menn hafi gert sér í hugarlund þá fjölþættu starfsemi sem stórfyrirtækið Samherji stendur fyrir í dag. 






 

 

 

 

 

 

tremenningar_um_bord_1983_heimas
Þremenningarnir galvaskir á heimstími 1.maí 1983