Athygli Samherja hefur verið vakin á því að svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi sent falsaða fréttatilkynningu í nafni Samherja til erlendra fjölmiðla. Þá virðast sömu aðilar hafa sett upp falska heimasíðu í nafni fyrirtækisins sem hýst er í Bretlandi og samhliða dreift fölsuðum auglýsingaborðum.
Tekið skal fram að hvorki heimasíðan né fréttatilkynningin hafa nein tengsl við Samherja eða starfsmenn fyrirtækisins. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða árás sem fyrirtækið tekur mjög alvarlega. Samherji mun óska eftir því að hin falska vefsíða verði tekin niður.