Vel heppnuð afmælishátíð

0304afm_0367

0304afm_0340

Hátt í 1.000 manns mættu í KA-heimilið á Akureyri í síðustu viku þegar Samherji hf. bauð til fagnaðar í tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins og Útflutningsverðlauna forseta Íslands sem veitt voru fyrirtækinu hinn 22.apríl síðastliðinn.

Fyrirtækið bauð starfsmönnum og velunnurum fyrirtækisins upp á mat og drykk. Margskonar girnilegir fiskréttir voru bornir fram, að sjálfsögðu eigin framleiðsla.

Þá hafði verið komið upp myndasýningu þar sem helstu viðburðir í sögu fyrirtækisins voru raktir.  Einnig mátti sjá ýmsa muni frá þeim 20 árum sem liðin eru síðan Samherji var stofnaður s.s.fyrstu áhafnarlistar, landanir og fyrsta skjalataska forstjórans.   
 

 

 

 

 

0304afm_0372
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri .

Þorsteinn Már bauð gestina velkomna og sagði m.a.:
"Allt frá því að við hófum útgerð hefur ákveðin farsæld hvílt yfir Samherja.  Við höfum verið lánsamir með starfsfólk og má í því sambandi nefna að helmingur þeirrar áhafnar sem var í fyrstu veiðiferð Akureyrinnar EA er ennþá starfandi hjá fyrirtækinu eða hefur lokið sinni starfsævi hjá okkur.  Vil ég þakka starfsfólki þá tryggð og hollustu sem það hefur sýnt fyrirtækinu."

Þorsteinn Már þakkaði einnig öllu því góða fólki sem greitt hafa leið þeirra og sagðist vona að þeim hafi tekist að endurgjalda stuðninginn með þeirri starfssemi og vinnu sem náðst hefur að skapa á svæðinu.

Einnig ávörpuðu samkomuna Halldór Blöndal, forseti Alþingis og Einar Benediktsson forstjóri Olís.