Víðir EA 910 lagðist að bryggju í Hafnarfirði um miðjan dag í gær eftir 40 daga veiðiferð í Barentshafi. Upphaflega var áætlað að Víðir sigldi til Akureyrar en fregnir af hafís úti fyrir norðurlandi gerðu það að verkum að Víðismenn tóku sveig suður fyrir land til Hafnarfjarðar.- Aflaverðmæti áætlað um 160 milljónir króna
Víðir EA 910 lagðist að bryggju í Hafnarfirði um miðjan dag í gær eftir 40 daga veiðiferð í Barentshafi. Upphaflega var áætlað að Víðir sigldi til Akureyrar en fregnir af hafís úti fyrir norðurlandi gerðu það að verkum að Víðismenn tóku sveig suður fyrir land til Hafnarfjarðar.
Þessi mynd var tekin fyrr í vetur er Víðir EA kom til Akureyrar. mynd: mó
|
Afli skipsins er 408 tonn af frystum flökum, aðallega þorsk en aðeins ýsu og ufsa með og er aflaverðmæti áætlað um 160 milljónir króna. Flökin fara að langmestu leyti til Bretlands. Stefán Þór Ingvason var skipstjóri á Víði í þessari ferð: "Veiðin fór rólega af stað en eftir að komum á Lofoten svæðið var mjög góð veiði. Við vorum aðallega í slagtogi með íslenskum skipum t.a.m. Sléttbak og einnig erlendu Samherjaskipunum Kiel og Artcic Warrior sem voru líka á svæðinu. Við urðum ekki varir við að Norðmenn væru að veiðum þarna", sagði Stefán Þór. Víðir lenti í leiðindaveðri á leiðinni heim og tók heimstímið þriðjung lengri tíma en áætlað var.