Vinningshafar fara á Bayern München Chelsea í boði fyrirtækisins

Í dag voru nöfn heppinna starfsmanna Samherja hf. dregin út í nýstárlegu happdrætti sem fyrirtækið efndi til í síðustu viku til  fyrir starfsmenn sína.  Í boði voru 18 vinningar, flug til Munchen og heim aftur, gisting og miði á leikinn Bayern München – Chelsea sem fram fer í München 12. apríl næstkomandi.

Í dag voru nöfn heppinna starfsmanna Samherja hf. dregin út í nýstárlegu happdrætti sem fyrirtækið efndi til í síðustu viku til  fyrir starfsmenn sína.  Í boði voru 18 vinningar, flug til Munchen og heim aftur, gisting og miði á leikinn Bayern München – Chelsea sem fram fer í München 12. apríl næstkomandi.


Hér dregur Þorsteinn Már forstjóri nöfn vinningshafa og til að sjá örugglega ekkert, hafði hann viskastykki fyrir augunum.

Allir starfsmenn með yfir 3ja ára starfsaldur hjá Samherja gátu verið með í pottinum og þurftu að skrá sig ef þeir höfðu áhuga á að fara. Vinningarnir skiptust á starfsstöðvar fyrirtækisins, eftir fjölda starfsmanna á hverjum stað og  mátti hvorki framselja vinninginn né gefa öðrum.  Fjölmargir skráðu sig í pottinn og voru karlmenn í meirihluta eins og sést á nöfnum vinningshafanna.

Dregið var úr innsendum nöfnum í hádeginu í dag og hér á eftir eru nöfn hinna heppnu starfsmanna sem fara til Munchen í næstu viku:



Vilhelm Þorsteinsson EA-11 - Trausti Hákonarson, Evert Magnússon og Ægir Þormar
Baldvin Þorsteinsson EA-10 - Michael John Ryan, Hákon Þröstur Guðmundsson
Víðir EA-910 - Kristján Ísak Kristjánsson og Sigurður Árnason
Björgvin EA-311 - Sigtryggur Gíslason
Björgúlfur EA-312 - Halldór Gunnarsson
Akureyrin EA-110 - Sigurður Rúnar Ingþórsson
Dalvík - Haukur Gunnarsson, Hermann Traustason og Eiríkur Ágústsson
Strýta - Heiðar Ólason og Hafþór Jónasson
Grindavík - Hjalti Bogason
Skrifstofa og verkstæði - Aðalsteinn Helgason
Farastjórar verða Unnar Jónsson starfsmaður flutningasviðs, Þorbjörg Ingvadóttir og Haraldur Grétarsson hjá DFFU.