Í dag voru nöfn heppinna starfsmanna Samherja hf. dregin út í nýstárlegu happdrætti sem fyrirtækið efndi til í síðustu viku til fyrir starfsmenn sína. Í boði voru 18 vinningar, flug til Munchen og heim aftur, gisting og miði á leikinn Bayern München – Chelsea sem fram fer í München 12. apríl næstkomandi.
![]() Hér dregur Þorsteinn Már forstjóri nöfn vinningshafa og til að sjá örugglega ekkert, hafði hann viskastykki fyrir augunum. |
Allir starfsmenn með yfir 3ja ára starfsaldur hjá Samherja gátu verið með í pottinum og þurftu að skrá sig ef þeir höfðu áhuga á að fara. Vinningarnir skiptust á starfsstöðvar fyrirtækisins, eftir fjölda starfsmanna á hverjum stað og mátti hvorki framselja vinninginn né gefa öðrum. Fjölmargir skráðu sig í pottinn og voru karlmenn í meirihluta eins og sést á nöfnum vinningshafanna.
Dregið var úr innsendum nöfnum í hádeginu í dag og hér á eftir eru nöfn hinna heppnu starfsmanna sem fara til Munchen í næstu viku:
Vilhelm Þorsteinsson EA-11 - Trausti Hákonarson, Evert Magnússon og Ægir Þormar