Samherji hf. og Vísir hf. hafa ákveðið að hefja samvinnu í veiðum, vinnslu, flutningum, þróun og sölu sjávarafurða. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað að undanförnu á smásölumarkaðnum. Telja stjórnendur fyrirtækjanna því að samvinna þeirra muni aukast til að mæta auknum kröfum um fjölbreytni, afhendingaröryggi, þjónustu og matvælarþóun. Auknar kröfur smásölumarkaðarins kalla á slíka samvinnu fyrirtækja í sjávarútvegi. Til þess að ná þessum markmiðiðum er þörf á samvinnu af þessu tagi, en sameining er ekki nauðsynleg. Fyrirtækin binda vonir við að þetta samstarf komi til með að styrkja þau í framtíðinni.
Þorsteinn Már Baldvinsson