Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli var haldin hátíðaleg á Dalvík sl. laugardag, þar sem sjávarútvegur var í öndvegi.
Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík var opið almenningi og er áætlað að hátt í 7000 manns hafi skoðað húsið, sem hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir framúrskarandi tæknilausnir og góðan aðbúnað starfsfólks.
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldinn hátíðleg í tuttugasta sinn, dagana 11.-13. ágúst. Heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn þrjú ár í röð en góðu heilli geta íbúar Dalvíkurbyggðar á nýjan leik haldið þessa einstöku fjölskylduhátíð, þar sem sjávarafurðir eru í aðalhlutverki. Samherji styrkir hátíðina með ýmsum hætti, rétt eins og flest fyrirtæki sveitarfélagsins. Fjölmargir starfsmenn Samherja í Dalvíkurbyggð koma með myndarlegum hætti að undirbúningi Fiskidagsins mikla, enda samheldni bæjarbúa mikil.
Skipulagsstofnun hefur skilað áliti við umhverfismatsskýrslu Samherja Fiskeldis ehf. varðandi uppbyggingu landeldisstöðvar félagsins í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Álitið er grundvöllur fyrir frekari leyfisveitingar tengdum framkvæmdinni og rekstri eldisstöðvarinnar, sem byggð verður upp í þremur áföngum. Verkefnið hefur fengið vinnuheitið Eldisgarður.
Pólverjinn Marcin Blachnio hefur búið og starfað á Íslandi í sautján ár, þar af í fjórtán ár hjá Samherja fiskeldi. Fyrst í Grindavík og síðustu árin í Sandgerði, þar sem bleikja er unnin. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Sandgerði en eiginkona hans, Marzanna Danilczuk , starfar einnig hjá Samherja fiskeldi.
Tækniteymi landvinnslu Samherja vinnur að þróun og hönnun nokkurra tæknilausna fyrir fiskvinnsluhús Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa á Dalvík og Akureyri. Þessa dagana er verið að taka í notkun sogarma sem tengjast flóknum sjálfvirknibúnaði í vinnsluhúsunum, sem hannaðir og þróaðir eru af tæknideild Samherja og framleiddir í þrívíddarprentara á Dalvík. Eldri sogarmarnir uppfylltu ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíks hátæknibúnaðar.
Landherji, sem er Starfsmannafélag starfsfólks á skrifstofum Samerhja, efni í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.
Hjólageymslur við stærstu starfsstöðvar Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa eru vel nýttar þessar vikurnar. Starfsmönnum stendur til boða að gera samgöngusamning, sem kveður á um mánaðarlegan styrk til þeirra sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu að jafnaði þrjá daga vikunnar. Fullur styrkur er 9.000 krónur á mánuði og er skattfrjáls.
Starfsmannafélögin STÚA og Fjörfiskur, sem eru starfsmannafélög starfsfólks Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja á Dalvík, héldu í dag sameiginlegan fjölskyldudag á lóð ÚA á Akureyri. Þátttakan var mjög góð , enda veðrið eins og best verður á kosið. Þetta er í fyrsta sinn sem félögin halda slíkan dag í sameiningu.