Fjölskylduhátíð haldin á Akureyri í brakandi blíðu
10.06.2023
Starfsmannafélögin STÚA og Fjörfiskur, sem eru starfsmannafélög starfsfólks Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja á Dalvík, héldu í dag sameiginlegan fjölskyldudag á lóð ÚA á Akureyri. Þátttakan var mjög góð , enda veðrið eins og best verður á kosið. Þetta er í fyrsta sinn sem félögin halda slíkan dag í sameiningu.